FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

11.nóv.2015

55

Globe hópurinn í Unverjalandi haustið 2013

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar.  Það hófst haustið 2013 og lauk formlega nú í haust.  Þetta er mesta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir rafræn verkefni af þessu tagi og því mikið gleðiefni fyrir skólann. Skólinn hefur nú leyfi til að hafa evrópska gæðamerkið á heimasíðu sinni og fær að auki umfjöllun á heimasíðu eTwinning.

FAS hefur tekið þátt í fjölmörgum erlendum samstarfsverkefnum undanfarin ár.  Flest eru svokölluð eTwinning verkefni en eTwinning er evrópskt tengslanet þar sem skólafólk á öllum skólastigum getur fundið sér samstarfsaðila á ýmsum sviðum. Verkefnin eru bæði rafræn en geta einnig falist í nemendaskiptum milli landa.  Það er Rannís sem hefur umsjón með eTwinning hér á landi.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...